Glæsilegt hjólaljós með flottri hönnun.
Ljósið blindar ekki þann sem þú ert að mæta því hönnun ljóssins er á þann veg að efri hluti geislans er skorin þannig að birtan er ekki upp í loftið.
Geislinn er líka óvenjubreiður, 160 gráður, þannig að ljósið lýsir vel upp kantinn líka.
Ljósið notar 4 stk AA batterí og því ekkert mál að hafa hafa með sér aukabatterí í lengri ferðum. Ljósið sýnir hvað er mikið eftir af batteríinu.
Ljósið er með fjórar mismunandi styrkleikastillingar og skilar allt að 420 lumen og því bjart og gott.